05.02.2021
Miðvikudaginn 3.febrúar skellti allur skólinn sér á skíði í Tindastól. Vorum við ofsalega heppin með veður þó það blési aðeins á tímabili. Óhætt er að segja að liprir taktar hafi sést hjá krökkunum og inn á milli gerðu kennararnir líka nokkuð góða hluti á skíðum. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og fór flestir sælir heim en þreyttir eftir allt fjörið.
Lesa meira
01.02.2021
Síðustu tvær vikur hafa nemendur á unglingastigi stundað nám í ritun. Lögð hefur verið áhersla á uppbyggingu texta í nokkrum tegundum ritunar eins og frétta, smásagna o.s.frv. Spreyttu nemendur sig á mismunandi ritunaræfingum með áherslu á þjálfun í röksæmdarfærslum, persónusköpun ásamt almennri færni í ritun.
Lesa meira
22.01.2021
Skólahald fellur niður hjá grunnskólanum og tónlistarskólanum í dag föstudaginn 22.janúar vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
21.01.2021
Skólaakstri úr Fljótum seinkar og verða aðstæður metnar betur þegar líður á morguninn . Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira
20.01.2021
Skólaakstur úr Fljótum fellur niður, séð til með akstur frá Ketilás til Hofsós þegar líður á morguninn. Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira
18.01.2021
Skóladagarnir hjá miðstigi hafa verið fjölbreyttir upp á síðkastið. Í vikunni fengum við Ingva Hrannar í heimsókn og hann hjálpaði okkur að nýta tölvutæknina í verkefnum okkar. Við vorum öll ánægð með að fá hann í heimsókn og finnst við hafa lært mikið og eignast fleiri verkfæri í verkfærakistuna.
Lesa meira
02.01.2021
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí þriðjudaginn 5. janúar, kl.10 á Hólum og kl.10:30 á Hofsósi. Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur og því frí hjá nemendum.
Lesa meira
19.12.2020
Jólin og jólahefðir voru mikið í umræðunni hjá miðstiginu nú í vikunni fyrir jólafrí. Samhliða horfðum við á öðruvísi jóladagatal þar sem veitt er innsýn í líf barna í barnaþorpum út um allan heim.
Lesa meira
19.12.2020
Yngsta stig á Hofsósi hefur dvalið í salnum og á sviðinu í félagsheimilinu Höfðaborg síðan samkomutakmarkanir voru hertar 2. nóvember. Þar höfum við reynt að halda okkar striki í náminu og nýta um leið þá kosti sem aðstaðan í félagsheimilinu býður upp á. Milli kennslustunda hafa krakkarniri getað verið í hlaupaleikjum inni, æft fangbrögð, handahlaup og verið dugleg að klifra og hanga í rimlunum.
Lesa meira
18.12.2020
Jólakveðja frá nemendafélagi Grunnskólans austan Vatna. Því miður var engin jólavaka í ár vegna aðstæðna. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældará nýju ári. Þökkum fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt okkur. Hér eru jólamyndband sem nemandi á unglingastigi gerði. Ef þið viljið styrkja nemendafélagið getið þið lagt okkur lið á bankareikningi okkar:
Lesa meira