Fréttir

Frá yngsta stigi á Hofsósi

Fyrstu dagar skólaársins hafa farið í að skoða lífríkið í nágrenninu. Nemendur fundu nokkrar blómategundir sem enn eru blómstrandi, tíndu og þurrkuðu, teiknuðu myndir af þeim og skrifuðu heiti þeirra við.
Lesa meira

Viðbrögð við covid smitum

Kæru foreldrar / forráðamenn Smitrakningarteymi hefur um helgina verið að vinna, í samstarfi við skólann, að rakningu þar sem smit innan skólans eru nokkur á Hofsósi og tengjast öllum deildum. Niðurstaðan er sú að við komumst ekki hjá því að allir nemendur og starfsmenn í skólanum á Hofsósi verði skráðir í sóttkví næstu viku sem lýkur með sýnatöku næstkomandi föstudag 17. september. Á Hólum eru allir skráðir í svokallaða smitgát og mæta því ekki í skólann fyrr en að hraðprófi loknu.
Lesa meira

Skólasetning GaV

Skólasetning verður miðvikudag 25. ágúst á Hólum kl. 10:00 í sameinuðum stofum 2 og 3, en á Hofsósi kl. 13:00 ef veður leyfir úti í brekkunni gegnt nýja leikskólanum.
Lesa meira

Skólaslit hjá GaV

Mánudaginn 31. maí fóru fram skólaslit hjá Grunnskólanum austan Vatna og leikskólanum Tröllaborg. Fyrir hádegi voru skólaslit á Hólum og svo eftir hádegi var komið að Hofsósi. Með fréttinni eru myndir frá viðburðinum.
Lesa meira

Skólinn fær gjöf frá Kiwanis

Kiwanisklúbburinn Freyja í Skagafirði hefur gefið skólanum gjöf í formi styrks til bókakaupa. Þakkar skólinn alveg kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og alveg klárt mál að hún kemur til með að nýtast vel.
Lesa meira

Skólaferðalag unglingastigs 2021

Miðvikudagurinn 26. maí síðastliðinn heilsaði Skagfirðingum bjartur og fagur. Ekki versnaði útlitið þegar Leó frá Mallandi renndi í hlaðið við skólann á Hofsósi á langferðabíl sínum, því framundan var skólaferðalag unglingastigs Grunnskólans austan Vatna.
Lesa meira

Skólaslit 31.maí

Skólaslit verða mánudag 31. maí kl. 11:00 á Hólum og kl. 14:00 á Hofsósi. Eins og undanfarin ár verður útskrift 5 ára nemenda úr Leikskólanum í sömu athöfn og skólalsit Grunnskólans.
Lesa meira

Skólahald hjá GaV í vikunni

Samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda í Skagafirði verður skólahald hjá okkur í Grunnskólanum austan Vatna næstu viku þrátt fyrir lokun Árskóla og aðrar staðbundnar ráðstafanir á Sauðárkróki. Það er þó ljóst að óbeinar afleiðingar hafa áhrif á skólahald hjá okkur svo sem nokkrir starfsmenn og nemendur sem þurfa að fara í sóttkví einhverja daga.
Lesa meira

Sigur í okkar riðli!!!

Okkar frábæru krakkar í Grunnskólanum austan Vatna gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðlil í Skólahreysti í gær. Keppt var í Íþróttahöll Akureyrar eins og á undanförnum árum. Fulltrúar skólans að þessu sinni voru Agla Rut Egilsdóttir, Konráð Jónsson, Njála Rún Egilsdóttir, Vignir Nói Sveinsson og til vara voru Katla Steinunn Ingvarsdóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson.
Lesa meira

Hjálmar að gjöf

Nemendur í 1.bekk í Grunnskólanum austan Vatna fengu gefins reiðhjólahjálma frá Kiwanis í síðustu viku. Hér má sjá myndir af alsælum fyrstu bekkingum með gjöfina góðu.
Lesa meira