31.03.2025
Hér má sjá verk nemenda á yngsta stigi - Púsl, bátar, kisur, kanínur og aðrar fígúrur.
Markmið námsins er fyrst og fremst að gera nemendur
sjálfstæða í verki, stuðla að vinnugleði og virðingu fyrir vinnu, þjálfa einbeitingu, iðjusemi og verkfærni undir stjórn Þuríðar Helgu smíðakennara.
Lesa meira
26.03.2025
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. 13 keppendur frá skólunum þremur komu þar saman og lásu bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma. (klikkið á fréttina).
Lesa meira
21.03.2025
Á síðasta föstudag fóru nemendur og starfsfólk í langþráða skíðaferð í Tindastól einsog venja er fyrir. Veðrið lék við okkur og ferðin gekk mjög vel. Allir nutu þess að renna sér í brekkunum á skíðum, snjóbrettum og snjóþotum og það sáust margir sigrar.
Í skálanum fengu allir heitt kakó, samlokur, pylsur og annað kruðerí. Þegar ferðinni lauk voru allir þreyttir en svo sannarlega sælir.
Lesa meira
24.02.2025
Grunnskólinn austan Vatna fékk höfðinglega gjöf frá hjónunum Finni Sigurbjörnssyni og Solveigu Pétursdóttur er þau færðu skólanum vinnustól og hitakraga fyrir axlir (grjónapúða).
Vinnustóllinn er þægilegur kollur á hjólum, með setu sem hallar með við hreyfingar þess sem á honum situr. Hann er frábær viðbót í kennslustofuna og mun auðvelda starfsfólki vinnuaðstöðu þeirra við að aðstoða nemendur við ýmsar athafnir. Hitakragarnir koma að góðum notum fyrir starfsfólk til að hita og hvíla lúnar axlir.
Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina.
Lesa meira
12.02.2025
Allir hjartanlega velkomnir á danssýningu GaV á morgun. Einnig verður unglingastig með kökubasar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sjá auglýsingu.
Lesa meira
05.02.2025
Allt skólahald í leik-og grunnskólum í Skagafirði fellur niður vegna veðurviðvarana.
Klikkið á fréttina til að sjá fréttatilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lesa meira
20.01.2025
1.-4. bekkur heldur árshátíð á miðvikudaginn 22. janúar kl. 16:30 í Höfðaborg.
(Sjá auglýsingu)
Allir velkomnir.
Lesa meira
13.01.2025
Fékkstu bók í jólagjöf? þá er um að gera að byrja að lesa :)
Samstarf við heimilin:
Lestur er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla. Daglegur lestur heima er mikilvægur fyrir málþroska og forsenda góðs árangurs í lestri.
(klikkið á fréttina til að lesa meira).
Lesa meira
05.01.2025
Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir árið sem er að líða.
Skólahald hefst 6. janúar kl. 10:10.
Kær kveðja
Grunnskólinn austan Vatna.
Lesa meira