15.12.2024
Jólavaka
18.desember kl. 19:30 í Höfðaborg.
Eigum saman hugljúfa jólastund.
Lesa meira
25.11.2024
Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til að taka þátt í bleikum degi, bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa upp skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi og samstöðu. Að sjálfsögðu tókum við þátt í GaV.
Lesa meira
20.11.2024
Á hverju ári fara nemendur 10. bekkjar í GaV í starfskynningar í þrjá skóladaga. Þessar kynningar eru mjög mikilvægur hluti af námi nemenda og dýrmætt að starfsfólk fyrirtækja og stofnana gefi sér tíma til að taka á móti þeim. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir en alls staðar þar sem nemendur komu fengu þeir frábærar móttökur og hlýtt viðmót. (klikkið á fréttina).
Lesa meira
16.11.2024
Nemendur á unglingastigi tóku þátt í verkefninu Málæði á vegum List fyrir alla.
Í dag er dagur íslenskrar tungu og er ætlunin að frumsýna lokaafurðina í þættinum Málæði - unglingar, íslenska og tónlist á Rúv kl. 19:45. Við hvetjum ykkur til að horfa á þáttinn og stjörnurnar okkar þrettán sem skína svo skært.
Lagið frá nemendum GaV sem var valið áfram og GDRN flytur, Riddari kærleikans er nú komið á Spotify og Youtube fyrir þá sem vilja hlusta.
Lesa meira
12.11.2024
Opinn dagur í GaV
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur
Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Grunnskólinn austan Vatna hefur sett saman dagskrá og býður í heimsókn á fimmtudaginn 14. nóvember í tilefni af deginum.
Nemendur bjóða gestum að njóta íslenskunnar en ætlunin er að deila verkefnavinnu, flytja tónlist og ljóð. Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 15:35, fólki er frjálst að koma og fara eftir hentisemi.
Hver hópur býður gestum í kennslustofuna til sín, svo er sungið á sal og deginum lýkur með sameiginlegri stöðvavinnu fyrir alla áhugasama. (Klikkið á fréttina til að sjá dagskrána).
Lesa meira
09.11.2024
Veðurguðirnir voru ekki með okkur í liði síðastliðinn fimmtudag þegar stormur geysaði.
Nú ætlum við að reyna aftur og stefnum á árshátíð miðstigs á þriðjudaginn 12. nóvember í Höfðaborg kl. 18:00.
Nemendur ætla að sýna leikritið Jón Odd og Jón Bjarna en tvíburarnir frægu eru hugarfóstur Guðrúnar Helgadóttur en leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu 2002 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
Nemendafélag GaV verður með veitingasölu að sýningu lokinni.
Allir velkomnir - hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
07.11.2024
Árshátíð miðstigs, leikritið um þá tvíbura Jón Odd og Jón Bjarna sem átti að vera í dag kl.18:00 verður FRESTAÐ, nánar auglýst síðar.
Lesa meira
07.11.2024
Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna mikils vindstyrks og mun allt skólastarf falla niður í dag 7. nóvember.
Varasamt mun vera á ferli og vindstyrkur sem þessi hefur hamlandi áhrif á skólaakstur.
Árshátíð miðstigs, leikritið um þá tvíbura Jón Odd og Jón Bjarna sem átti að vera í dag kl.18:00 verður FRESTAÐ, nánar auglýst síðar.
Lesa meira
05.11.2024
Fimmtudaginn 7. nóvember ætlar miðstig Grunnskólans austan Vatna að sýna leikritið Jón Oddur og Jón Bjarni í Félagsheimilinu Höfðaborg. Tvíburarnir frægu eru hugarfóstur Guðrúnar Helgadóttur en leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu 2002 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
Sýningin hefst kl. 18
Nemendafélag GaV verður með veitingasölu að sýningu lokinni.
Allir velkomnir - hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
05.11.2024
Fimmtudaginn 7. nóvember ætlar miðstig Grunnskólans austan Vatna að sýna leikritið Jón Oddur og Jón Bjarni í Félagsheimilinu Höfðaborg. Tvíburarnir frægu eru hugarfóstur Guðrúnar Helgadóttur en leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu 2002 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
Sýningin hefst kl. 18
Nemendafélag GaV verður með veitingasölu að sýningu lokinni.
Allir velkomnir - hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira