Kæru nemendur, foreldrar / forráðamenn og starfsfólk Grunnskólans austan Vatna
Eins og einhverjir hafa orðið varir við var nú rétt í þessu gefin út fréttatilkynning þess efnis að samkomubann verði frá miðnætti í kvöld þar sem að hámarki 10 einstaklingar mega koma saman. Auk þess er allt skólahald fellt niður frá sama tíma.
Þetta þýðir að páskafrí hefst nú tveimur dögum fyrr en áætlað var. Það verður ekki skipt yfir í fjarnám fyrir þessa tvo daga fram að páskafríi.
Árshátíð 5. - 7. bekkja á Hofsósi verður í kvöld eins og fyrirhugað var enda tekur þessi tilskipun ekki gildi fyrr en um miðnætti. Því miður verðum við að fresta árshátíð nemenda í 8. - 10. bekk um óákveðinn tíma.
Þegar frekari reglur um tilhögun skólahalds eftir páskafrí liggja fyrir verða nánari upplýsingar sendar í tölvupósti.