Í lok febrúar þá var unglingadeildinni boðin þátttaka í Hestadögum á Hólum. Hestadagarnir eru liður í æfingakennslu 1. árs nemenda við Hestafræðideild Háskólans á Hólum þar sem þeir fá tækifæri til að æfa sig í að kenna byrjendum og/eða aðeins vönum hestamennsku. Kennd voru bókleg og verkleg atriði sem tengdust hestum, hestahaldi og því að vera góður hestamaður.
Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá hestadögunum.