Fréttir

Vísindamaður, álfar og margt fleira sniðugt á ferli upp á Hólum

Þriðjudaginn 15. desember voru nemendur á Hólum og nemendur á miðstigi á Hofsósi svo heppnir að fá rafrænan upplestur frá Ævari Þór Benediktssyni. Ævar las upp úr nýjustu bókinni sinni Þitt eigið undirdjúp. Eftir upplesturinn sem var mjög lifandi og skemmtilegur gátu nemendur spurt hann spurninga.
Lesa meira

GaV fékk rausnarlega gjöf frá KS

Kaupfélag Sagfirðinga og dótturfyrirtæki færðu Grunnskólanum austan Vatna höfðinglega gjöf síðastliðin fimmtudag 10. desember. Um er að ræða þrívíddarprentara og skanna frá MakerBot ásamt forritum. Ingileif Oddsdóttir stjórnarmaður hjá FISK Seafood og Sigurjón R. Rafnsson afhentu tækið.
Lesa meira

Fréttir frá Hólum

Síðustu vikur hafa kennarar á Hólum verið að þróa og móta kennsluhætti í verkefnamiðuðu námi á fjölbreyttan hátt. Tvær vikur í nóvember voru teknar undir svokallaða áætlana lotu þar sem nemendur í 5.-7. bekk fengu verkefni til tveggja vikna sem þeir áttu að skipuleggja fyrir sig og raða niður á kennsludagana.
Lesa meira

Skólahald fellur niður 3.desember

Skólahald fellur niður hjá grunnskólanum og tónlistarskólanum í dag fimmtudaginn 3.desember vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Landkynning - fréttir af unglingastigi

Þessa vikuna vinna nemendur á unglingastigi í hópum að kynningum á löndum í Evrópu. Hverjum hópi var úthlutað einu land og munu nemendur vinna að upplýsingaöflun um land sitt í vikunni og uppsetningu á kynningu.
Lesa meira

Draugagangur í gamla skólanum

Í lok október unnu nemendur miðstigs með hrekkjavökuna og allan þann óhugnað sem henni fylgir. Lokaafurð þemans voru stuttmyndir sem nemendur útbjuggu í hópum. Þeir gerðu handrit, sömdu tónlist, tóku upp, klipptu, hönnuðu og saumuðu búninga og unnu fjölmarga leiksigra á stuttum tíma. Stuttmyndirnar voru vægast sagt stórkostlegar og oft á tíðum mjög spaugilegar.
Lesa meira

Haustið 2020 á yngsta stigi á Hofsósi

Við byrjuðum skólaárið á því að vinna með nánasta umhverfi nemenda sem koma af mjög stóru svæði og úr mörgum sveitum. Við gerðum veggspjald sem táknaði skólasvæðið og nemendur staðsettu heimili sín á því og merktu inn á það nöfn sveitanna: Fljót, Sléttuhlíð, Höfðaströnd, Óslandshlíð, auk Hofsóss og Sleitustaða. Við lærðum líka nöfn á kennileitum eins og Ennishnjúkur, Drangey, Þórðarhöfði og Tindastóll.
Lesa meira

Fréttir frá Hólum

Í haust hafa nemendur á Hólum farið í gegnum nokkrar lotur í verkefnamiðuðu námi. Meðal þess sem unnið hefur verið með er umhverfið, íslensku húsdýrin, heilsa, draugar og nemendur og fjölskyldur þeirra.
Lesa meira

Alsælir nemendur

Nemendur yngsta stigsins eru með bækistöðvar í Höfðaborg og óhætt að segja að þau séu alsæl með nýju aðstæðurnar.
Lesa meira

Myndir frá Halloween ballinu

Nokkrar skemmtilegar myndir frá Halloween ballinu hjá 1.-7.bekk.
Lesa meira