Fréttir

Hestadagar á Hólum

Í lok febrúar þá var unglingadeildinni boðin þátttaka í Hestadögum á Hólum. Hestadagarnir eru liður í æfingakennslu 1. árs nemenda við Hestafræðideild Háskólans á Hólum þar sem þeir fá tækifæri til að æfa sig í að kenna byrjendum og/eða aðeins vönum hestamennsku. Kennd voru bókleg og verkleg atriði sem tengdust hestum, hestahaldi og því að vera góður hestamaður.
Lesa meira

Endurskinsvesti að gjöf

Nemendur 1.-6.bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna fengu nýverið endurskinsvesti að gjöf frá Kíwanisklúbbnum Drangey.
Lesa meira

Mannslíkaminn

Frá áramótum höfum við á Hólum verið að taka fyrir mannslíkamann í allri sinni dýrð. Nemendur fræddust um kynþroskann, getnað, hvernig líkaminn vex og dafnar, lærðu um heiti líffæra, úr hverju við erum og hvað er hollt og gott fyrir líkamann.
Lesa meira

Öskudagur

Öskudagur er framundan 17. febrúar og nú er búið að skipuleggja dagskrá í tilefni dagsins. Við getum innan þess ramma sem samkomutakmarkanir og takmarkanir á skólastarfi leyfa hadið nær óbreyttri dagskrá eins og verið hefur undanfarin ár. Samkennsluhópar fara með sínum kennurum í þær stofnanir og fyrirtæki sem hafa gefið grænt ljós á að taka á móti okkur. Skóli byrjar á sama tíma og vanalega og fyrstu tímarnir verða nýttir til undirbúnings en eftir morgunmat verður lagt af stað og sungið sem aldrei fyrr.
Lesa meira

Dúndur fjör á skíðum

Miðvikudaginn 3.febrúar skellti allur skólinn sér á skíði í Tindastól. Vorum við ofsalega heppin með veður þó það blési aðeins á tímabili. Óhætt er að segja að liprir taktar hafi sést hjá krökkunum og inn á milli gerðu kennararnir líka nokkuð góða hluti á skíðum. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og fór flestir sælir heim en þreyttir eftir allt fjörið.
Lesa meira

Og það var stúlka......

Síðustu tvær vikur hafa nemendur á unglingastigi stundað nám í ritun. Lögð hefur verið áhersla á uppbyggingu texta í nokkrum tegundum ritunar eins og frétta, smásagna o.s.frv. Spreyttu nemendur sig á mismunandi ritunaræfingum með áherslu á þjálfun í röksæmdarfærslum, persónusköpun ásamt almennri færni í ritun.
Lesa meira

Skólahald fellur niður 22.janúar

Skólahald fellur niður hjá grunnskólanum og tónlistarskólanum í dag föstudaginn 22.janúar vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Seinkunn á skólaakstri úr Fljótunum

Skólaakstri úr Fljótum seinkar og verða aðstæður metnar betur þegar líður á morguninn . Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira

Skólaakstur úr Fljótum fellur niður

Skólaakstur úr Fljótum fellur niður, séð til með akstur frá Ketilás til Hofsós þegar líður á morguninn. Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira

Fjölbreyttir dagar hjá miðstiginu

Skóladagarnir hjá miðstigi hafa verið fjölbreyttir upp á síðkastið. Í vikunni fengum við Ingva Hrannar í heimsókn og hann hjálpaði okkur að nýta tölvutæknina í verkefnum okkar. Við vorum öll ánægð með að fá hann í heimsókn og finnst við hafa lært mikið og eignast fleiri verkfæri í verkfærakistuna.
Lesa meira