Fréttir

Skólasetning GaV

Grunnskólinn austan vatna verður settur mánudag 24. ágúst. Skólasetningar verða sem hér segir: Grunnskólanum að Hólum kl. 10:00 Grunnskólanum á Hofsósi kl. 13:00
Lesa meira

Skólaslit hjá GaV

Í dag föstudaginn 29.maí voru haldin skólaslit hjá Grunnskólanum austan Vatna.
Lesa meira

Myndir frá vordögum

Það er búið að brasa ýmislegt á vordögum.
Lesa meira

Rannsóknarleiðangur 4.-5.bekkjar

Nemendur í 4.-5. bekk fóru í dag að skoða hvaða skordýr og smádýr eru komin á kreik. Stækkunargler, snjalltækjasmásjár og fleiri tæki og tól sem keypt voru af Minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur voru nýtt til hins ítrasta og nemendur áhugasamir um hið lítt sýnilega í náttúrunni. Kærar þakkir fyrir rausnarlegar gjafir í gegnum árin.
Lesa meira

Kalli kónguló klófestur af 4.-5.bekk

Nemendur í 4.-5. bekk bjuggu til kóngulóabúr og ætla fylgjast með þeim á næstu dögum. Kónguló eru rándýr og spýta eitri. Þessar þrjár kóngulær eru krosskóngulær.
Lesa meira

Skólahald í upprunalegt horf

Við óskum öllum gleðilegs sumars. Það er gleðilegt að tilkynna að samkvæmt auglýsingu frá Heilbrigðisráðherra eru allar hömlur sem settar voru á skólahald vegna samkomubanns felldar úr gildi frá og með mánudeginum 4. maí næstkomandi.
Lesa meira

Tásubað hjá unglingunum

Unglingastigið brá undir sig betri fætinum og naut veðurblíðunnar í Grafarósi. Tásubað og nesti í fallegu umhverfi.
Lesa meira

Eðlisfræðitilraunir hjá unglingunum

Nemendur á unglingastigi gera eðlisfræðitilraunir og skoða hvort mismunandi vegaleng kúlu hefur áhrif á kraft hennar.
Lesa meira

Ábending frá Almannavarnarnefnd

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá er sama fyrirkomulag með takmörkunum á skólahaldi í gildi og var fyrir páska. Boðaðar hafa verið breytingar sem taka gild 4. maí að skólahald fari aftur í eðlilegt horf en þó með einhverjum takmörkunum sem enn er eftir að fullmóta og vonandi skýrist það fyrr en síðar. Almannavarnarnefnd hefur beðið stjórnendur skóla um að koma því á framfæri við foreldra að allar varúðarráðstafanir og ábendingar varðandi samkomubann eru enn í fullu gildi og verða til 4. maí, þar með talið samgangur nemenda þvert á þá hópa sem eru aðskildir í skólastarfinu.
Lesa meira

Tími til að lesa!

Menntamálastofnun hefur í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sett af stað lestrarverkefni sem ber heitið Tími til að lesa! Allir Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur næstu fjórar vikurnar á heimasíðu verkefnisins.
Lesa meira