Skólareglur
Markmið skólans er að skapa þær aðstæður að öllum líði vel við starf og leik. Til þess að svo megi verða þurfa samskipti einstaklinganna að einkennast af virðingu fyrir þeim réttindum og skyldum sem hver og einn hefur. Öll umgengni á einnig að bera vott um háttvísi, kurteisi og tillitssemi.
Almennar reglur
Við ætlum:
- að sýna öllum virðingu, tillitssemi og kurteisi
- að fara að fyrirmælum alls starfsfólks
- ekki að vera í yfirhöfnum og útiskóm inni
- að vera stundvís og hafa nauðsynleg gögn meðferðis
- að fara vel með og bera ábyrgð á eigum okkar og annarra
- ekki að vera með gos og sælgæti í skólanum nema við sérstök tækifæri
- ekki að taka með í skólann peninga eða leikföng nema við sérstök tækifæri
- ekki að yfirgefa skólalóð á skólatíma án leyfis starfsfólks
- ekki að nota síma eða önnur tæki í kennslustundum eða þar sem truflun hlýst af
- að virða bann við meðferð tóbaks og annarra vímuefna
Séu reglur ekki virtar gildir eftirfarandi:
- áminning gefin og skráð
- starfsmaður sem verður var við brot á skólareglum eða fær tilkynningu um það kemur upplýsingum á framfæri við umsjónarkennara
- ef um endurtekin brot er að ræða er haft samband við foreldra eða heimili, það er í höndum umsjónarkennara eða skólastjóra
- ef nemandi lætur ekki af ákveðinni hegðun, þá er haft samband við foreldra og þeim gert grein fyrir að þá verði að beita viðurlögum í samráði við foreldra
- séu brot alvarleg eða síendurtekin er haft samband strax við foreldra
- sá sem brýtur skólareglur eða almenn lög á ferðalagi á vegum skólans er sendur heim á kostnað foreldra.
- símar og önnur tæki sem eru tekin af nemendum eru afhent í lok skóladags
Almennar skólareglur gilda alltaf á skólatíma og á öllum viðburðum á vegum skólans
Reglur í kennslustofu
- að hausti setur hver bekkjardeild sér sínar eigin bekkjarreglur til að hafa í kennslustundum
Reglur utan kennslustunda
Við ætlum:
- ekki að taka þátt í stríðni eða horfa þegjandi á
- sá sem horfir aðgerðalaus á, er líka þátttakandi og allir hafa rétt á að vera ekki strítt
- að ganga frekar innandyra heldur en að hlaupa og vera ekki með óþarfa hávaða
- ef áminning dugar ekki þá afsala nemendur sér þeim rétti að vera frammi í frímínútunum
- að hengja upp yfirhafnir og raða skóm í skóhillur
- ef nemendur hengja ekki upp yfirhafnir eða ganga ekki frá skóm þá þurfa þeir að fara úr kennslustund til að laga eftir sig
- að ganga vel um leiktæki og húsgögn og ganga rétt frá þeim eftir notkun
- valdi nemandi skemmdum, hvort sem er á eigum skólans eða annarra nemenda getur hann þurft að bæta tjónið
- að ganga vel um skólalóðina og halda henni snyrtilegri
- ef nemendur ganga ekki vel um skólalóð þá geta þeir þurft að fara úr kennslustund til að laga til eftir sig
- fara inn um leið og bjallan hringir
- mæting nemenda er skráð á Mentor og geta foreldrar fylgst með henni þar