Þann 17. mars s.l. var haldin upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði og var keppnin haldin í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Okkar fulltrúi, Ingunn Marín Ingvarsdóttir lenti þar í öðru sæti. Grunnskólinn austan Vatna átti 3 fulltrúa í keppninni, en það voru Henný Katrín Erlingsdóttir, Ingunn Marín Ingvarsdóttir og Katla Huld Halldórsdóttir. Hlynur Jónsson var varamaður og flutti ljóð og einnig kom Marta Eiríksdóttir fram sem kynnir, en hún var sigurvegari keppninnar hér í GaV í fyrra. Öll stóðu þau sig með miklum ágætum og voru skólanum til mikils sóma.
Hér er glæsilegi hópurinn sem tók þátt í upplestrarkeppninni í Grunnskólanum austan Vatna.
Á myndinni eru einnig Laufey umsjónarkennari, Sjöfn og Jóhann skólastjóri.