03.04.2020
Við öll nemendurnir í GaV sem og starfsfólk óskum ykkur gleðilegra páska. Við vonum að þið hafið það gott í fríinu og njótið þess að eyða tíma með ykkar nánustu.
Páskafrí hefst að loknum skóladegi föstudaginn 3. apríl. Fyrsti skóladagur eftir páska er fimmtudag 16. apríl. Skóli hefst þá strax um morguninn á venjulegum tíma.
Lesa meira
03.04.2020
Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu með samkomubanni og skertu skólahaldi hefur skóladagatali Grunnskólans austan Vatna verið lítillega breytt dagana eftir páskafrí.
Lesa meira
01.04.2020
Eins og allir vita hafa átt sér stað miklar breytingar í okkar samfélagi og það er akkúrat á svona stundum þar sem sameiningar máttur minni staða kemur í ljós.
Starfsfólkinu og nemendunum var skipt upp í smærri hópa og þó það sé nokkuð ljóst að það sé söknuður innan hópsins að fá ekki að hitta alla, að þá eru hóparnir samt að plumma sig vel og gleðistundirnar margar.
Lesa meira
22.03.2020
Í ljósi þess að kynntar hafa verið hertar aðgerðir í samkomubanni skerpum við aðeins á okkar skipulagi síðan í síðustu viku þó skýrt hafi verið tekið fram að ekki væru breytingar á fyrri auglýsingu um skert skólahald.
Lesa meira
17.03.2020
Hér er yfirlit yfir skipulag á skólastarfi Grunnskólans austan Vatna, vegna takmarkana á skólastarfi sem heilbrigðisráðherra setti og gildir frá 16. mars kl. 00:01 til 12. apríl 23.59:
Lesa meira
14.03.2020
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði.
Lesa meira
11.03.2020
Miðvikudaginn 11.mars fellur skólahald niður á Hofsósi vegna hvassviðris, ofankomu og lélegra aksturskilyrða. Gildir þetta fyrir grunnskólann sem og tónlistarskólann. En skólahald fer fram á Hólum samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
10.03.2020
Viðbragðsáætlun Grunnskólans austan Vatna hefur nú verið uppfærð miðað við heimsfaraldur COVID-19 veirunnar.
Lesa meira
05.03.2020
Í gær miðvikudaginn 4.mars tók GaV þátt í skólahreysti vorum við þar í riðli með skólum utan Akureyri á Norðurlandi vestra. Þeir sem kepptu fyrir hönd skólans voru Arnór Freyr Fjólmundsson, Konráð Jónsson, Agla Rut Egilsdóttir og Njála Rún Egilsdóttir, Katla Steinunn Ingvarsdóttir var varamaður en því miður var Vignir Nói Sveinsson veikur.
Lesa meira
20.02.2020
Það er eitthvað ólag á símkerfinu okkar ef það þarf að ná á okkur í grunnskólann vinsamlegast hringið í 865-5044 (Jóhann)
Lesa meira