Á óveðursdögum eru starfsreglur skólans þannig að akstursaðstæður og veðurhorfur eru metnar að morgni í samráði við skólabílstjóra, vegagerð og fræðslustjóra og tekin ákvörðun um skólahald dagsins. Ef ákvörðun er tekin um niðurfellingu skólahalds eru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita með sms-i, einnig er sett inn tilkynning á facebooksíðu skólans og á heimasíðu www.gsh.is eða www.gav.is. Ef niðurstaða mats er að hægt sé að halda akstursleið skólabíls opinni er kennsla ekki felld niður, heldur er skólinn opinn þeim nemendum sem mæta. Almennt gildir að þegar veður er það vont að foreldrar/forsjáraðilar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann þá er það á valdi þeirra að taka þá ákvörðun.
Ef veður versnar á meðan nemendur eru í skóla eru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita og mögulega þarf að ljúka skóla fyrr. Þá eru þeir beðnir um að sækja börn sín í skólann eða tryggja heimför þeirra á annan hátt. Nemendur eru ekki sendir einir heim gangandi, en reynt er að tryggja heimför þeirra í samráði við forráðamenn. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans munu annast nemendur þar til þeir komast heim. Sé þess kostur er ávallt reynt að koma nemendum í skólaakstri heim með skólabílum áður en til annarra úrræða er gripið. Takist ekki að koma nemendum heim með öruggum hætti verður leitað til viðbragðsaðila ss. björgunarsveita eða fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins.