Fréttir

Aðventuferð hjá unglingastiginu

Nemendur unglingastigsins skelltu sér í gær í aðventuferð til Akureyrar. Ástæðan fyrir ferðinni er sú að í haust féll niður hin árlega ævintýraferð.
Lesa meira

Jólavökunni aflýst

Í ljósi þess að samkomutakmarkanir voru framlengdar óbreyttar til 22. desember sjáum við okkur ekki fært að halda okkar árlegu jólavöku sem fyrirhuguð var á skóladagatali 16. desember næstkomandi.
Lesa meira

Áhugasviðs og dansvika

Í síðustu viku var áhugasviðs og dansvika hjá skólanum. Þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem nemendur voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf. Stöðvarnar sem voru í boði:
Lesa meira

Dúndurstuð á Halloweenballi

Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt nemendafélag skólans Halloweenball fyrir nemendur 1.-7.bekkjar og að auki var skólahópnum boðið. Óhætt er að segja að það hafi verið frábær mæting og stemningin í húsinu var mikil, þar sem nemendur dönsuðu hreinlega úr sér lungun.
Lesa meira

Vinaliðanámskeið

Á undanförnum árum þá hefur Grunnskólinn austan Vatna tekið þátt í vinaliðaverkefninu. En það er verkefni sem snýst um að nemendur haldi utan um leiki í frímínútum í skólanum svo að allir krakkar skólans geti tekið þátt í leik. Það er nýbúið að kjósa vinaliða í grunnskólanum og í dag skelltu þeir sér á vinaliðanámskeið á Sauðárkrók. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni sem er að líða. Óhætt er að segja að við getum verið stolt af okkar krökkum því þau hlupu samtals 420 km og stemningin í hópnum var góð, þar sem nemendur hvöttu hvort annað áfram. Af 72 nemendum þá hlupu 23 þeirra heila 10 km sem er um 32% af skólanum. Ólympíuhlaupið er orðið skemmtileg rútina í skólastarfinu og óhætt að segja að margir nemendur sigri stóra sigra.
Lesa meira

Bleiki föstudagurinn 8.október hjá GaV

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðningi og samstöðu. Þar sem að Grunnskólinn austan Vatna er í vetrarfríi 15.október þegar Bleiki dagurinn 2021 er, þá ætlum við að vera viku á undan áætlun til að taka þátt og sýna okkar stuðning.
Lesa meira

Fréttir af miðstiginu á Hofsósi

Byrjun skólaársins hefur verið viðburðarík hjá miðstiginu á Hofsósi. Ýmislegt hefur verið brallað. Við höfum notið hauststunda í skógræktinni, kveikt eld á nýja eldstæðinu okkar sem við bjuggum til í fyrra og grillað sykurpúða og pylsur.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag 28. sept

Vegna appelsínugulrar viðvörunar og mikilli óvissu með öryggi á akstursleiðum, sérstakleg á heimleið verður skóla aflýst í dag þriðjudag 28. september. Útlit er fyrir að veður versni til muna um 10 leitið og standi fram eftir degi . Af þeim sökum er ekki talið ráðlegt að stefna börnum í skólann í dag. Gert er ráð fyrir eðlilegu skólahaldi á morgun.
Lesa meira

Frá yngsta stigi á Hofsósi

Fyrstu dagar skólaársins hafa farið í að skoða lífríkið í nágrenninu. Nemendur fundu nokkrar blómategundir sem enn eru blómstrandi, tíndu og þurrkuðu, teiknuðu myndir af þeim og skrifuðu heiti þeirra við.
Lesa meira