Fréttir

Upplestrarkeppni GaV

Fimmtudaginn 24. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hátíðleg í Grunnskólanum á Hofsósi. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Í ár voru fjórar stúlkur í 7. bekk sem tóku þátt. Þær Emma Vigdís Fjólmundsdóttir, Sigrún Anna Kjartansdóttir, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Ylfa Marie Broddadóttir. Stelpurnar hafa lagt mikinn metnað í verkefnið og hafa verið duglegar að æfa sig undir leiðsögn Bylgju, Laufeyjar, Sjafnar og Sigurlaugar.
Lesa meira

Dans- og nýsköpunarvika

Vikuna 14.-17.mars var dans- og nýsköpunarvika í skólanum. Þessa viku þá eru báðar starfsstöðvar skólans saman komin á Hofsósi. Að venju þá kom til okkar Ingunn danskennari og kenndi hún nemendum af stakri snilld. Að lokinni danssýningu þá var nýsköpunar sýning. Tvær elstu deildir skólans voru á sama tíma á skyndihjálparnámskeiði hjá honum Karli Lúðvíkssyni. Þess ber að geta að myndirnar sem tengjast skyndihjálpinni eru sviðsettar. Það er því óhætt að segja að það hafi verið nóg að gerast.
Lesa meira

Árshátíð GaV á Hólum

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna á Hólum verður haldin föstudaginn 1.apríl kl.16:30. Að lokinni sýningu mun foreldrafélagið bjóða upp á kaffihlaðborð. Allir velkomnir!! Aðgangseyrir er 2000 kr. frítt fyrir leik- og grunnskólabörn. Aðgangseyririnn mun renna til foreldrafélagsins, enginn posi á staðnum.
Lesa meira

Dans- og nýsköpunarsýning

Fimmtudaginn 17.mars verða nemendur Grunnskólans austan Vatna með danssýningu og sýningu á verkefnum í nýsköpun. Danssýningin hefst kl.14:00. Eftir danssýninguna gefst gestum kostur á að skoða nýsköpunarverkefni nemenda. Allir hjartanlega velkomnir!!
Lesa meira

Skóla lýkur kl.13 í dag mánudag 14.mars

Vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sem tekur gildi núna í hádeginu ljúkum við skóladegi í dag kl. 13:00. Gert er ráð fyrir mjög hvössum vindstrengjum á akstursleið skólabíla. Nemendur fá sem sagt hádegismat en síðan er skóladegi lokið.
Lesa meira

Öskudagur, Skíðaferð og hestanámskeið

Undanfarnar vikur þá hafa nemendur verið að gera margt sniðugt. Vikuna 22.-24.febrúar þá fóru 10 nemendur af unglingastig á hestanámskeið hjá nemendum Hólaskóla. Þetta hefur verið árlegur viðburður og hefur verið mikil ánægja með námskeiðið.
Lesa meira

Kiwanis gefur endurskinsvesti

Grunnskólinn austan Vatna fékk heimsókn frá fulltrúa Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og lögreglunni til að gefa nemendum í 1. bekkjar endurskinsvesti. Komu þeir bæði við á Hólum og Hofsósi.
Lesa meira

GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 febrúar - BOLLUDAG

Stuðningsfélagið Einstök börn hefur send áskorun til skóla í tilefni af degi sjaldgæfra sjúkdóma sem er 28 febrúar ár hvert. Áskorunin felst í því að sýna stuðning og vekja athygli á málstað barna með sjaldgæfa sjúkdóma með því að klæðast glitrandi fatnaði þennan dag. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og „glitra“ á bolludaginn.
Lesa meira

Skólahald fellur niður 22.febrúar

Allt skólahald í Grunnskólanum austan Vatna fellur niður á morgun þriðjudag 22.2. Ástæðan er mjög slæm veðurspá, appelsínugul viðvörun í nótt og fyrramálið en svo tekur við önnur viðvörun sem tekur gildi kl. 8:00 og gildir fram eftir degi. Aðgerðarstjórn almannavarna í héraði hafa gefið út viðvörun til íbúa sem hægt er að lesa á facebooksíðu lögreglunnar.
Lesa meira

Ólympíufari heimsótti GaV

Í gær fimmtudaginn 10. febrúar fengum við í Grunnskólanum austan Vatna heimsókn frá Má Gunnarssyni og blindrahundinum hans Max. Már er bronsverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í sundi, keppandi á ólympíuleikunum í Tokyo sem og keppandi í Evróvision keppninni á Íslandi fyrir árið 2022. Már sagði nemendunum frá sjálfum sér. hvernig það var að alast upp með augnsjúkdóm, lífinu í afreksíþróttir og ást sinni á tónlist. Óhætt er að segja að nemendurnir hafi verið ánægðir með heimsóknina en Már flutti þrjá fyrirlestra í GaV, á Hólum, fyrir 1.-7.bekk og að lokum fyrir unglingadeildina.
Lesa meira