Sjálfsmatsskýrslur

Grunnskólinn austan Vatna vinnur markvisst að umbótum með sjálfsmati.

Samkvæmt 35. og 36. grein grunnskólalaga frá 2008 ber öllum grunnskólum að framkvæma kerfisbundið sjálfsmat.  Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina sterka og veika þætti í skólastarfinu og skapa þannig grunn að umbótum.  Margir ólíkir þættir hafa áhrif á skólastarf og skólar verða að koma til móts við ólíkar þarfir.  Sjálfsmatið verður stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað.  Með því fer fram víðtæk gagnasöfnun um skólastarfið.  Sjálfsmat skóla er því leið til þess að miðla þekkingu á skólastarfi og er liður í þróun og vexti hvers skóla.  Sjálfsmat, umbætur og mat á þeim eru því lykill að því að gera góðan skóla betri.