Og það var stúlka......

Síðustu tvær vikur hafa nemendur á unglingastigi stundað nám í ritun. Lögð hefur verið áhersla á uppbyggingu texta í nokkrum tegundum ritunar eins og frétta, smásagna o.s.frv. Spreyttu nemendur sig á mismunandi ritunaræfingum með áherslu á þjálfun í röksæmdarfærslum, persónusköpun ásamt almennri færni í ritun. Slík menntun er mikilvæg hverjum nemenda því hvernig sem tækninni fleygir fram þarf alltaf að koma orðum að hlutunum í ræðu og riti. 

Nemendur fengu einnig fræðslu í uppbyggingu ritgerða, kynningu á heimildaöflun og hvernig meta skuli heimildir. Mun slíkt nýtast nemendum unglingastigsins vel í framtíðinni á síðari skólastigum og lífinu sjálfu. 

Af öðrum fréttum á unglingastiginu má nefna að umsjónarkennari unglinganna eignaðist stúlkubarn 28. janúar og verður í fæðingarorlofi næstu 2 mánuði.