11.03.2020
Miðvikudaginn 11.mars fellur skólahald niður á Hofsósi vegna hvassviðris, ofankomu og lélegra aksturskilyrða. Gildir þetta fyrir grunnskólann sem og tónlistarskólann. En skólahald fer fram á Hólum samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
10.03.2020
Viðbragðsáætlun Grunnskólans austan Vatna hefur nú verið uppfærð miðað við heimsfaraldur COVID-19 veirunnar.
Lesa meira
05.03.2020
Í gær miðvikudaginn 4.mars tók GaV þátt í skólahreysti vorum við þar í riðli með skólum utan Akureyri á Norðurlandi vestra. Þeir sem kepptu fyrir hönd skólans voru Arnór Freyr Fjólmundsson, Konráð Jónsson, Agla Rut Egilsdóttir og Njála Rún Egilsdóttir, Katla Steinunn Ingvarsdóttir var varamaður en því miður var Vignir Nói Sveinsson veikur.
Lesa meira
20.02.2020
Það er eitthvað ólag á símkerfinu okkar ef það þarf að ná á okkur í grunnskólann vinsamlegast hringið í 865-5044 (Jóhann)
Lesa meira
13.02.2020
Þriðjudaginn síðastliðinn voru Menntabúðir í Skagafirði haldnar í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Þátttaka var mjög góð en yfir 50 manns mættu á málstofurnar sem starfsfólk skólans sá um. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og er skólinn mjög stoltur af öllu því frábæra fólki sem vinnur í skólanum og þarna var vinnu og verkefnum deilt með samstarfsfólki úr firðinum.
Lesa meira
13.02.2020
Fimmtudaginn 23. janúar fóru nemendur í 1. - 6. bekk á grunnskólamót UMSS í frjálsum íþróttum sem haldið var í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Á mótinu tóku nemendur þátt í hinum ýmsu greinum og þrautum, svo sem langstökki, spretthlaupi, boltakasti og ýmsum þrekæfingum. Nemendur tóku glaðir þátt og stóðu sig allir með stakri prýði.
Lesa meira
13.02.2020
Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað.
Lesa meira
13.02.2020
Vikuna 3. - 6.febrúar var dans- og nýsköpunarvika í GaV. Ingunn danskennari kom til okkar að venju og sá um danskennsluna, sem endaði svo á frábærri danssýningu í Höfðaborg á fimmtudeginum. Þessa vikuna voru allir nemendur skólans saman komnir á Hofsósi og var unnin vinna í tengslum við nýsköpun, sáust margar flottar hugmyndir úr nemendahópnum okkar.
Lesa meira
13.02.2020
Í gær miðvikudaginn 12. febrúar skellti Grunnskólinn austan Vatna sér á skíði í Tindastól.
Lesa meira
10.02.2020
Skólahaldi er aflýst hjá grunnskólanum og tónlistarskólanum mánudaginn 10.febrúar vegna erfiðrar færðar og veðurs.
Lesa meira