Fréttir

Skólahald fellur niður í dag

Vegna viðvarana um slæmar akstursaðstæður og veðurhæð er skóli felldur niður í dag, 20. janúar, á báðum kennslustöðum GaV, Hólum og Hofsósi. Í gildi er gul viðvörun og spáð er asahláku, búast má við mikilli hálku þar sem klaki eða snjór er á vegum.
Lesa meira

Jólakveðja

Það var skemmtilegt að geta loks haldið Jólavökuna hátíðlega. Starfsfólk GaV óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólavaka

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna verður haldin 19. desember klukkan 19:30.
Lesa meira

Starfamessa og GaV Bistro

Nemendur elstu deildar fóru á kynningu á vegum SSNV sem kölluð er Starfamessa og á dögunum var matarviðburður á vegum GaV Bistro sem er valgrein á unglingastigi.
Lesa meira

Dans- og áhugasviðsvika

Vikuna 21. - 25. nóvember var hin árlega þemavika þar sem boðið var upp á dans og áhugasviðsþema. Ljósmyndir fylgja fréttinni.
Lesa meira

Geðlestin

Nemendur elstu deildar fengu heimsókn frá Geðlestinni síðastliðinn þriðjudag.
Lesa meira

Haustskemmtun á Hólum

Nemendur leik- og grunnskólans á Hólum halda haustskemmtun í tilefni af degi íslenskrar tungu. Foreldrafélagið býður upp á kaffiveitingar að sýningu lokinni.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti - grænn dagur

Þriðjudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Við hvetjum alla til þess að mæta í einhverju grænu til þess að minna á að öll viljum við vera græni karlinn í eineltishringnum. Græni karlinn í eineltishringnum er verndari, er á móti einelti og kemur þolendum til hjálpar.
Lesa meira

Hrekkjavaka

Nokkrar myndir af hrekkjavökuballinu sem haldið var þann 27. október.
Lesa meira

Gróðursetning - Yrkja

Á haustdögum fékk unglingastig úthlutað 120 plöntur úr sjóð sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Lesa meira