Undanfarnar vikur þá hafa nemendur verið að gera margt sniðugt.
Vikuna 22.-24.febrúar þá fóru 10 nemendur af unglingastig á hestanámskeið hjá nemendum Hólaskóla. Þetta hefur verið árlegur viðburður og hefur verið mikil ánægja með námskeiðið.
Allir nemendur Grunnskólans austan Vatna skeltu sér á skíði í Tindastól. Gaman var að sjá að þó að nemendur hafi tekið hressilegar byltur við og við að þá var alltaf brölt á fætur og haldið áfram. Enda var mikil ánægja með ferðina og vorum við einstaklega heppin með veður.
Öskudagur var með eðlilegu sniði þar sem nemendur sungu af mikilli innlifun fyrir fyrirtæki bæjarins. Það var greinilegt að nemendur höfðu fengið sér hunang um morgunin til að mýkja röddina, enda heyrðu oft á tíðum fallegir og ljúfir tónar.