GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 febrúar - BOLLUDAG

Stuðningsfélagið Einstök börn hefur send áskorun til skóla í tilefni af degi sjaldgæfra sjúkdóma sem er 28 febrúar ár hvert. Áskorunin felst í því að sýna stuðning og vekja athygli á málstað barna með sjaldgæfa sjúkdóma með því að klæðast glitrandi fatnaði þennan dag. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og „glitra“ á bolludaginn.