Allt skólahald í Grunnskólanum austan Vatna fellur niður á morgun þriðjudag 22.2. Ástæðan er mjög slæm veðurspá, appelsínugul viðvörun í nótt og fyrramálið en svo tekur við önnur viðvörun sem tekur gildi kl. 8:00 og gildir fram eftir degi. Aðgerðarstjórn almannavarna í héraði hafa gefið út viðvörun til íbúa sem hægt er að lesa á facebooksíðu lögreglunnar.