Nemendur í 1.-7. bekk á báðum starfsstöðvum skólans hittust á Hólum 25. maí og héldu skógardaginn hátíðlegan. Skógardagurinn einkennist af fjölbreyttum og skemmtilegum útikennsluverkefnum, leikjum og mikilli útiveru. Meðal verkefna sem nemendur unnu voru stærðfræðiverkefni þar sem var unnið með tölustafi, tugakerfið, Numicon kubba og köngla. Einhverjir smíðuðu broddgelti, aðrir sinntu grisjun meðfram göngustígum og tjaldstæðum á meðan enn aðrir leystu ýmis konar þrautir. Dagurinn heppnaðist í alla staði ljómandi vel.