Skólasetning GaV

Í upphafi nýs skólaárs erum við enn að glíma við takmarkanir vegna heimsfaraldurs Covid 19. Þetta hefur sem betur fer lítil áhrif á skipulag skólastarfsins en takmarkar mjög svigrúm á skólasetningu. Í ljósi stöðunnar mælumst við til þess að aðeins einn fullorðinn aðili mæti á skólsetningu frá hverju heimili. Með því móti teljum við okkur geta tryggð að hægt verði að virða tveggja metra reglu og það hámark sem sett er í samkomum fullorðinna. Skólasetning verður mánudag 24. ágúst á Hólum kl. 10:00 í sameinuðum stofum 2 og 3, en á Hofsósi kl. 13:00 í félagsheimilinu Höfðaborg. Það verður spritt við innganginn og stólum dreift en við treystum á ykkur að velja sæti og umgengni samkvæmt reglum um tveggja metra millibil milli fullorðinna. Á Hofsósi veður hægt að ganga inn bæði um aðalinngang að norðan og inngang að austan til að auðvelda það að geta haldið góðu millibili milli manna.

Engin nálægðarmörk gilda fyrir nemendur og varðandi starfsfólk gildir eins metra regla. Eins metra regla á líka við um starfsfólk íþróttaæfinga, félagsmála og tónlistarskóla sem hafa skilgreint hlutverk í starfi nemenda í skólanum.

Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum en foreldrar verða eftir og þá verður farið betur yfir þær áherslur sem verða í kennslunni í vetur, stundaskrá og skipulag útskýrt og dæmi um verkefni nemenda. Leitast verður við að svara spurningum og vangaveltum þar að lútandi. Reiknað er með að í heildina verði þetta klukkustundar dagskrá á hvorum stað. Eins og undanfarin ár munu skólabílar aka nemendum, sem alla jafna eru í skólakstri, á skólasetningu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að hafa beint samband við skólabílstjóra ef nemendur þurfa ekki akstur þennan dag.

Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.