Rannsóknarleiðangur 4.-5.bekkjar

Er þetta hin eina sanna Mæja býfluga?
Er þetta hin eina sanna Mæja býfluga?

Nemendur í 4.-5. bekk fóru í dag að skoða hvaða skordýr og smádýr eru komin á kreik. Stækkunargler, snjalltækjasmásjár og fleiri tæki og tól sem keypt voru af Minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur voru nýtt til hins ítrasta og nemendur áhugasamir um hið lítt sýnilega í náttúrunni. Kærar þakkir fyrir rausnarlegar gjafir í gegnum árin.