Á meðan miðstigið var í gistiferð og unglingastigið í ævintýraferð gistu krakkarnir í 1. - 3. bekk í skólanum, bæði á Hólum og Hofsósi. Krakkarnir mættu í skólann eftir kvöldmat með skólatöskurnar sínar, sængur og kodda eða svefnpoka, náttföt, bangsa og tannbursta. Fyrst var skemmtilegt bekkjarkvöld, farið í leiki og ýmislegt brallað þangað til kominn var háttatími. Þá lögðu sig allir á dýnur í kennslustofunni og sváfu til morguns. Eftir morgunmat var farið að læra í náttfötunum enda enginn annar í skólanum.