Í gær fór fram vel heppnuð árshátíð 1. - 7. bekkjar í Félagsheimilinu Höfðaborg. Yngsta stig lék Búkollu og söng S.T.A.F.R.Ó.F.I.Ð. eftir Braga Valdimar Skúlason.
Miðstigið sýndi leikverkið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren og einnig stuttmynd.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks og foreldra sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við undirbúning árshátíðarinnar.
Að lokinni sýningu buðu nemendur upp á myndatöku með persónum úr sýningunni, mat og tónlist.
Í kvöld er árshátíð 8. - 10. bekkjar. Við hvetjum alla til að mæta.