Þriðjudaginn síðastliðinn voru Menntabúðir í Skagafirði haldnar í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Þátttaka var mjög góð en yfir 50 manns mættu á málstofurnar sem starfsfólk skólans sá um. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og er skólinn mjög stoltur af öllu því frábæra fólki sem vinnur í skólanum og þarna var vinnu og verkefnum deilt með samstarfsfólki úr firðinum.