Vorönn er hafin og því um að gera að minna á Lestrarstefnu Skagafjarðar

Markmið lestrarstefnu Skagafjarðar eru eftirfarandi:

• Að efla læsi í tónlistar-, leik- og grunnskólum í Skagafirði

• Að skapa samfellu í læsisnámi barna og byggja ofan á þann grunn sem fyrir er í hverjum skóla

• Að efla samstarf við heimilin á sviði lestrar

Samstarf við heimilin: lestur er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla. Daglegur lestur heima er mikilvægur fyrir málþroska og forsenda góðs árangurs í lestri. 

Linkur á Lestrarstefnu Skagafjarðar. 

https://www.gsh.is/static/files/lestrarstefna_baeklingur_i-prentun.pdf

Lestur og skilningur: Við verðum góðir lesarar með því að lesa relgulega upphátt og í hljóði. Þegar við lesum aukum við orðaforða og skilning.