Á undanförnum árum þá hefur Grunnskólinn austan Vatna tekið þátt í vinaliðaverkefninu. En það er verkefni sem snýst um að nemendur haldi utan um leiki í frímínútum í skólanum svo að allir krakkar skólans geti tekið þátt í leik. Það er nýbúið að kjósa vinaliða í grunnskólanum og í dag skelltu þeir sér á vinaliðanámskeið á Sauðárkrók. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.