Nemendur 4.-7. bekkjar fóru í skemmtilegt ferðalag í Varmahlíð. Þar fóru fram hátíðarhöld vegna 80 ára afmælis sundlaugarinnar og var því vel við hæfi að skella sér þar í sund. Gist var í Varmahlíðarskóla og fengum við frábærar móttökur og viljum við koma sérstökum þökkum á framfæri fyrir þær. Einnig var komið við á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og fræðst um gamla tíma.
Takk fyrir skemmtilega samveru
Laufey, Kristín Hanna, Aldís og Vala.