Menntamálastofnun hefur í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sett af stað lestrarverkefni sem ber heitið Tími til að lesa! Allir Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur næstu fjórar vikurnar á heimasíðu verkefnisins. Þar er hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags auk þess sem ýmsar upplýsingar um lestur verða settar inn á síðuna ásamt hugmyndum að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og fleira.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla í okkar skólasamfélagi til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.