Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum austan Vatna taki þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta. Ræktunarhlutinn er það tímabil meðan nemendur eru að æfa upplestur undir leiðsögn kennara þar sem lögð er sérstök rækt við vandaðan upplestur og framburð. Ræktunarhlutanum lýkur með keppni í skólanum þar sem tveir nemendur ásamt einum varamanni eru valdir fyrir hönd skólans til að taka þátt í keppnishlutanum. Keppnishlutinn er lokahátíð upplestrarkeppninnar sem haldin er í hverju héraði. Þar koma saman fulltrúar allra skóla og lesa ljóð og bókakafla sem þeir hafa undirbúið vandlega.
Fimmtudaginn 22. febrúar lauk fyrri hluta keppninnar hér í Grunnskólanum austan Vatna og völdu dómarar þá Arnór Frey Fjólmundsson og Vigni Nóa Sveinsson sem fulltrúa skólans til að taka þátt í lokahátíðinni. Sævar Snær Birgisson var valinn sem varamaður. Dómarar í keppninni voru þau Björg Baldursdóttir, Björn Björnsson og Laufey Leifsdóttir og fá þau bestu þakkir fyrir að gefa sig í verkefnið. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í sal Bóknámshússins í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 20. mars klukkan 17.
Sævar Snær Ólafur Atli
Orri Sigurbjörn Mikael Jens
Konráð Ingimundur Arnar
Heiðdís Líf Halldór Már
Arnór Freyr
Björn og Björg dómarar
og Laufey dómari