Á hverju ári fara nemendur 10. bekkjar í GaV í starfskynningar í þrjá skóladaga. Þessar kynningar eru mjög mikilvægur hluti af námi nemenda og dýrmætt að starfsfólk fyrirtækja og stofnana gefi sér tíma til að taka á móti þeim. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir en alls staðar þar sem nemendur komu fengu þeir frábærar móttökur og hlýtt viðmót.
Fyrirtæki og stofnanir sem tóku á móti nemendum voru þessi:
Fæðingardeildin á Akureyri
Akureyrarflugvöllur - Isavia
Sykurverk
Eignaver fasteignasala
Abaco heilsulind
Keflavíkurflugvöllur
RÚV
Borgarleikhúsið
Dýraspítalinn í Víðidal
Leikfélagið á Akureyri/ Hljóðverið í Hofi
Bjarg heilsurækt
World class Akureyri
Hljómbræður
Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð
Jóndís Hinriksdóttir ljósmyndari
Axel Kárason dýralæknir
Borgarleikhúsið
Hafrannsóknastofnun
OG arikitektar
Össur
Nemendur fluttu svo kynningar um fyrirtækin/stofnanirnar fyrir samnemendur, starfsfólk unglingastigs og deildarstjóra. Á kynningunum mátti glögglega sjá að dagarnir voru mjög lærdómsríkir og fjölbreyttir. Það er gaman að segja frá því að skólanum bárust fjölmargar frásagnir af góðri framkomu nemenda og hrósi fyrir kurteisi og áhuga.
Neðst í fréttinni má sjá nokkrar vel valdar myndir úr kynningum nemenda.