Föstudaginn 31.maí eru skólaslit Grunnskólans austan Vatna. Á starfsstöð skólans á Hólum verða skólaslit kl.11:00, en þau slit marka tímamót vegna lokunar starfstöðvarinnar. Velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Skólaslit á Hofsósi og útskrift nemenda í 10. bekk verða kl.14:00 þann sama dag í Félagsheimilinu Höfðaborg.
Á skólaslitum útskrifar einnig Leikskólinn Tröllaborg nemendur í skólahóp og við það tilefni verða þau boðin velkomin í skóla næsta vetur. Að loknum athöfnum verður boðið upp á veitingar.
Takk fyrir veturinn.