Skólasetning mánudaginn 26. ágúst kl. 13:00. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá daginn eftir.
Leikskólainngangur austan við skólann verður aðalinngangur til að byrja með þó hægt sé að ganga um portið vestan við skólann.
Vinsamlegast takmarkið umferð inn í portið þar sem planið er ófrágengið. Bendum á að notast við bílastæðin við tjaldstæði og Höfðaborg.
Í skólabyrjun er vert að minna á að merkja allan fatnað. Það eru meiri líkur á að merktur fatnaður sem týnist komist til skila en ómerktur.
Hlökkum mikið til að hefja skólaárið með ykkur kæru nemendur og fjölskyldur.