Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna skólaárið 2023 – 2024 verður næstkomandi fimmtudag 24. ágúst.

Skólasetningarathafnir verða á hvorum kennslustað fyrir sig, á Hólum kl. 10:00, en á Hofsósi kl. 13:00.

Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum og foreldrum er heimilt að fylgja þeim þangað inn. Áætlað er að dagskrá skólasetningar taki eina klukkustund.