Vegna versnandi veðurútlits og gulrar veðurviðvörunar þar sem sérstaklega er varað er við versnandi akstursskilyrðum verður skóla lokið fyrr í dag. Á Hofsósi verður skóla lokið nú strax að loknum hádegismat kl. 13:00 og á Hólum um 13:55. Gæslan verður þó samt sem áður til taks fyrir þá sem þar eru skráðir og þurfa á því að halda. Félagsmiðstöð fellur niður. Gul viðvörun gildir til 13:00 á morgun svo staðan verður tekin í fyrramálið varðandi skólahald þann dag og sms skilaboð send ef skólahald verður fellt niður.