Á síðasta föstudag fóru nemendur og starfsfólk í langþráða skíðaferð í Tindastól einsog venja er fyrir. Veðrið lék við okkur og ferðin gekk mjög vel. Allir nutu þess að renna sér í brekkunum á skíðum, snjóbrettum og snjóþotum og það sáust margir sigrar.
Í skálanum fengu allir heitt kakó, samlokur, pylsur og annað kruðerí. Þegar ferðinni lauk voru allir þreyttir en svo sannarlega sælir.