Saman stöndum við

Árni og Dagmar að prjóna.
Árni og Dagmar að prjóna.

Eins og allir vita hafa átt sér stað miklar breytingar í okkar samfélagi og það er akkúrat á svona stundum þar sem sameiningar máttur minni staða kemur í ljós.

Starfsfólkinu og nemendunum var skipt upp í smærri hópa og þó það sé nokkuð ljóst að það sé söknuður innan hópsins að fá ekki að hitta alla, að þá eru hóparnir samt að plumma sig vel og gleðistundirnar margar.

 

 

 

 

 

 

Hér eru verkefni sem yngstu nemendur skólans gerðu í tíma hjá Kristín.

4.og 5.bekkingar skólans á Hofsósi hafa undir handleiðslu Laufeyjar verið að prjóna eins og enginn sé morgundagurinn.

6. og 7.bekkingar skólans á Hofsósi ný búnir að slá upp veislu þar sem á boðstólnum voru meðal annars eplakaka, vöfflur, frönsk súkklaðiterta og skúffukaka.

Unglingarnir eru að vinna þemaverkefni tengd vilta vestrinu, þeim til mikllar gleði og ánægju.  Hér má sjá flottu aðstöðuna sem komin er upp í Höfðaborg.

Á Hólum hefur skólastarfið haldið áfram nánast óbreytt og hér má sjá nemendurna þar í hreyfingartíma þar sem þau fóru út að renna sér á snjóþotu.

Heimilisfræðitími á Hólum þar sem pizzur voru grillaðar nemendunum til mikillar ánægju.

Í upphaf þessarar viku fór gjörsamlega allt á flot í kringum skólann í þeim leysingum sem áttu sér stað.  En sem betur fer þá fór allt vel og yngstu nemendur skólans létu það ekki á sig fá þó þau þyrftu að príla yfir stiga til að komast inn í skólann.

Þetta er greinilega erfiðara fyrir suma en aðra.

Eitt er ljóst að við erum jákvæð og höfum gleðina að leiðarljósi.