Í dag fimmtudaginn 23.maí var námskeiðsdagur í Grunnskólanum austan Vatna fyrir skólahóp og nemendur 1.-7.bekkjar. Á þessum degi bauð starfsfólk skólans upp á námskeið, þar sem nemendur gátu valið 3 þeirra eftir áhugasviði.
Boðið var upp á eftirfarandi námskeið:
1.Endurvinnsla á fötum
2.Fléttunámskeið
3.Gönguferð
4.Garðvinna
5.Handbolti
6.Handtrommugerð
7.Körfubolti
8.París á skólalóð
9.Tálgun
10.Myndsköpun
Vel tókst til og fylgja hér nokkrar myndir frá deginum.