Í haust hafa nemendur á yngsta stigi verið að læra um hafið.
Nemendur fóru m.a. í fjöruferðir og á sjó til að veiða þorsk sem var eldaður í heimilisfræði. Sjóferð á yngsta stigi er löng hefð við skólann og ýmsir hafa komið að því að aðstoða okkur við það. Í ár fórum við á Geisla Sk. 66 og þökkum við Páli Magnússyni, eiganda Geisla og Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra kærlega fyrir okkur.
Á fimmtudaginn sýndu nemendur í 1. og 2. bekk foreldrum afrakstur vinnunnar og buðu þeim upp á fiskrétt. Síðan gistu krakkarnir saman í skólanum. Gistinóttin er árleg hefð. Markmiðið er fyrst og fremst hópefli, að hafa gaman saman, en jafnframt undirbúningur fyrir það sem koma skal síðar á skólagöngunni, gistiferð á miðstigi og ævintýraferð á unglingastigi. 3. og 4. bekkur voru með sína gistinótt viku fyrr.
Á meðfylgjandi myndum er sýnishorn af vinnu nemenda í 1. og 2. bekk.