Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ á þriðjudaginn 8.október.
Hlaupið fór fram í góðu veðri og var mikil gleði og ánægja meðal nemenda í hlaupinu.
Árangur skólans var frábær og hlupu 56 nemendur samtals 262,5 km.
Það var jákvæð og góð stemning í hópnum og nemendur fóru svo í sund á eftir.
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var.