Gróðursetning - Yrkja

Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Sjóðurinn hefur eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með honum.

Á haustdögum fékk unglingastig úthlutað 120 plöntum úr sjóðnum. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu sem skjól fyrir norðvestanáttinni.

Þann 13. október í fóru stelpurnar í 8. bekk í blíðskaparveðri og gróðursettu af mikilli natni. Eins og sjá má á myndunum vakti þetta framtak mikla lukku nærstaddra en Sigurmon Þórðarson umsjónarmaður svæðisins tók út verkið og gaf bæði vinnubrögðum og starfsanda sín bestu meðmæli.

Moni

plontur

plontur

plontur

plontur

eirikur