Miðvikudaginn 13. september fóru nemendur á starfsstöð skólans á Hólum í gönguferð með skólahóp leikskólans Tröllaborg á Hólum. Í göngunni fórum við að tjörninni inn af Hólum. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði að labba og vorum við virkilega heppin með veður. Gönguferðin er hluti af samstarfi leikskólans og grunnskólans á Hólum og er farið á hverju hausti í 3 - 4 klst gönguferð.