Í desember mánuði hefur Grunnskólinn austan Vatna náð að halda ágætlega í jólahefðirnar og ekki látið takmarkanir slá okkur út af laginu.
Jólasöngstund
Eins og undanfarin ár þá var jólasöngstundin haldin hátíðleg enn þann sama dag mættu nemendur í jólafatnaði. Óhætt er að segja að nemendur hafi verið í jólagírnum enda var stemningin alveg ofsalega góð.
Litlu jólavaka
Þar sem að jólavöku skólans var aflýst þá var ákveðið samt að halda litlu jólavöku fyrir nemendur og starfsfólk. Þar byrjuðu nemendur yngsta stigsins á því að syngja lög, svo tók við myndband frá miðdeildinni og lokahnykkurinn var svo frá unglingadeildinni, en þar fluttu nemendur ljóð, lásu sögur og voru með hugvekju.
Litlu jólin
Litlu jólin voru síðan lokaskóladagur ársins. Dagurinn byrjaði á notalegri jólastund hjá hverri deild fyrir sig, þar sem fylgdi að borða örlítið af smákökum og síðan hin klassísku pakkaskipti. Síðan var sungið og dansað í kringum jólatré, þar sem Giljagaur og Hurðaskellir komu í heimsókn og tóku þátt í fjörinu. Að lokum borðuðu síðan nemendur og starfsmenn saman jólamatinn með öllu tilheyrandi. Virkilega notalegur dagur í alla staði.
Grunnskólinn autan Vatna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst hress á nýju starfsári þar ný ævintýri bíða.