Í gær var gistinótt yngsta stigs. Ár hvert gista nemendur í 1. - 4. bekk í skólanum, nemendur koma í skólann eftir kvöldmat, eiga fjöruga kvöldstund og vakna saman, borða góðan morgunmat og hefja næsta skóladag.
Undanfarið hafa nemendur fjallað um hátterni og hegðun dýra og því var upplagt í samstarfi við foreldra að bjóða húsdýrum með á gistinóttina.
Í upphafi kvöldsins mættu kanína, lamb, kiðlingur, hundar og kálfar á skólaplanið og áttu nemendur, foreldrar og starfsfólk gleðilega stund saman. Dýrin fengu ekki að gista heldur þurftu þau að fara aftur heim til sín en nemendurnir áttu síðan samverustund í náttfötum þar sem hver og einn kom með bangsa að heiman og kynnti hann fyrir öllum.