GaV fékk rausnarlega gjöf frá KS

Kaupfélag Sagfirðinga og dótturfyrirtæki færðu Grunnskólanum austan Vatna höfðinglega gjöf síðastliðin fimmtudag 10. desember. Um er að ræða þrívíddarprentara og skanna frá MakerBot ásamt forritum. Ingileif Oddsdóttir stjórnarmaður hjá FISK Seafood og Sigurjón R. Rafnsson afhentu tækið. Fram kom meðal annars að tilgangur gjafarinnar sé að kynna þessa nýju tækni fyrir ungu fólki í Skagafirði, tækni sem er hægt og bítandi að ryðja sér til rúms í umhverfi okkar og er hluti af því sem nefnist „4. iðnbyltingin“. Með gjöfinni er lögð lóð á þá vogarskál að undirbúa unga fólkið og kynna fyrir því komandi tækni.

 

Jóhann skólastjóri tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans og þakkaði fyrir höfðinglega gjöf sem mun án efa gera skólanum kleift að undirbúa nemendur betur fyrir komandi framtíð. Hún mun koma til með að bæta nýrri vídd í nálgun á nýsköpunarvinnu og möguleika almennt í kennslu hinna ýsmu námsgreina. Sömuleiðsi viljum við koma á framfæri hjartans þökkum til Kaupfélagsins fyrir stuðning gegnum árin.

Aðrir grunnskólar í Skagafirði og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fegnu samskonar gjöf en frétt um það birtist í Feyki sem nánar má lesa hér