GaV fékk höfðinglega gjöf

Grunnskólinn austan Vatna fékk höfðinglega gjöf frá hjónunum Finni Sigurbjörnssyni og Solveigu Pétursdóttur er þau færðu skólanum vinnustól og hitakraga fyrir axlir (grjónapúða).  

 Vinnustóllinn er þægilegur kollur á hjólum, með setu sem hallar með við hreyfingar þess sem á honum situr. Hann er frábær viðbót í kennslustofuna og mun auðvelda starfsfólki vinnuaðstöðu þeirra við að aðstoða nemendur við ýmsar athafnir. Hitakragarnir koma að góðum notum fyrir starfsfólk til að hita og hvíla lúnar axlir. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina.