Textasamkeppnin Fernuflug var haldin meðal íslenskra grunnskólanema í 8. - 10. bekk í septembermánuði og voru sendir inn 1.200 textar. Það er gaman að segja frá því að textar frá tveimur nemendum GaV voru valdir til birtingar á mjólkurfernum MS en alls verða birtir 48 textar. Höfundar textanna eru Ylfa Marie Broddadóttir og Bettý Lilja Hjörvarsdóttir. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan flotta árangur. MS gerir ráð fyrir því að fernurnar hefji sig til flugs strax í upphafi nýs árs svo endilega fylgist spennt með.
Bettý Lilja Hjörvarsdóttir
Íslenski veturinn finnst mér æði
þá eru jólin og nýár bæði
hundar eru mín uppáhalds dýr
og líka hestar, kindur og kýr
Asía finnst mér áhugaverð
öll þeirra menning og matargerð
Kórea, Japan, Thailand og Kína
Með K-pop, pöndur og listina sína
Ylfa Marie Broddadóttir
Hver er ég, spurning djúp og flókin,
ráðgáta sem býr í hjarta mínu.
Er ég skilgreind af því sem ég segi eða geri?
Eða af draumunum sem leiða mig áfram?
Er ég samansett af öllum fyrri mistökum mínum,
Eða möguleikum sem í mér eru?
Ég veit ekki hvaða tilfinningar þetta eru,
Stundum er erfitt að vera ég í þessum heimi.
Ég er bók með ólesnar síður,
strigi sem bíður eftir að litum verði dreift.
Ég er lag sem bíður eftir þess að verða sungið,
ferðalag með ófundnum ævintýrum.
Svo hver ert þú, spyrðu með rannsakandi augum?
Ég er sál, andi og gjöf.
Ég er spurningin og ég er lykillinn
til að opna sannleikan um mig sjálfa.