Árshátíð unglingastigs - Dalalíf

Menningardagskráin á Hofsósi er stútfull þessa dagana. Leiklistin blómstrar og börnin með.

Nemendur hafa ekki setið auðum höndum en þau ásamt Ragnheiði umsjónarkennara hafa skrifað handrit upp úr Íslensku bíómyndinni Dalalíf eftir Þráinn Bertelsson. Dalalíf fjallar um vinina Þór og Danna sem fara í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara, sjáumst í leikhúsinu.