Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, Valþór Máni hreppti 2. sætið fyrir hönd GaV.

Aþena Lilja, Monika Rut og Valþór Máni

Valþór Máni hreppti 2. sætið.
Aþena Lilja, Monika Rut og Valþór Máni

Valþór Máni hreppti 2. sætið.

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. 13 keppendur frá grunnskólunum þremur komu þar saman og lásu bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma.

Í fyrstu umferð voru lesnir kaflar úr bókinni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson. Í annarri umferð voru flutt náttúruljóð eftir ýmsa höfunda og í þeirri þriðju voru lesin ljóð sem nemendur völdu sjálfir.

Að lokinni keppni fengu allir þátttakendur rós og bókina Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.

Þau Valþór Máni Helgason og Monika Rut Garðarsdóttir lásu fyrir hönd skólans en Aþena Lilja Eyjólfsdóttir var varamaður og las ljóð meðan dómnefnd réði ráðum sínum. Okkar lesarar sýndu frábæra frammistöðu og hreppti Valþór Máni 2. sætið. Í fyrsta sæti var Rebekka Ósk Smáradóttir í Varmahlíðarskóla og í því þriðja var Birta Lind Björnsdóttir, einnig í Varmahlíðarskóla. 

Tónlistaratriði voru frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Emma Vigdís Fjólmundsdóttir og Greta Berglind Jakobsdóttir nemendur Grunnskólans austan Vatna spiluðu hugljúf lög á píanó. 

Krakkarnir hafa lagt mikinn metnað í verkefnið og hafa verið duglegir að æfa sig undir leiðsögn Sólrúnar Bjargar Þorgilsdóttur umsjónarkennara.
Allir keppendur eiga hrós skilið fyrir góðan og fallegan upplestur, framkomu og hugrekki.

Við óskum öllum keppendum, kennurum og foreldrum innilega til hamingju.