Ævintýraferð unglingastigs

28. ágúst - 29. ágúst  ævintýraferð unglingastigs.

Á miðvikudeginum var gengið yfir Merkigil, að Monikubrú og svo fram að Ábæjarkirkju. Þaðan til baka að Skatastöðum þar sem farið var yfir Jökulsá austari á kláf, sem var mikil upplifun. Í heildina voru gengnir þennan dag um 15 km. Þoka var fullmikið að þvælast fyrir útsýninu en sem betur fer fylgdi henni ekki mikil bleyta. Rúta sótti hópinn í Skatastaði og ferjaði yfir í Árgarð þar sem var gist. Á fimmtudagsmorgni var nemendum keyrt að afleggjaranum við Syðstu - Grund þaðan sem var hjólað í Hofsós en það eru sléttir 43 km. Sólin skein og nemendur létu engan bilbug á sér finna og var hópurinn kominn í Hofsós á mettíma eða um kl. 13:30. Nemendur og starfsfólk skólans tók vel á móti þeim með fána á lofti og fögnuðu mikið þegar þau hjóluðu í hlað. Afar skemmtileg og vel heppnuð ferð í alla staði.